Hvar er hægt að spila bandý?

Flestir íþróttasalir á landinu eru með lítil bandýmörk svo í raun er hægt að spila bandý hvar sem er. Þó eru tveir staðir sem bjóða upp á aðeins betri aðstöðu en aðrir þegar það kemur að bandý og það eru Digranesskóli í Kópavogi og Smárinn í Kópavogi. Báðir staðirnir eru með bandýrink (batta), mörk, lánskylfur og markmannsbúnað.

Ef þú vilt birta þinn hóp hérna inni, hafðu þá samband.

Eftirfarandi hópar stunda bandý og eru flestir ef ekki allir þeirra til í að bæta við sig fólki.

Bandýdeild HK

HK er með opnar æfingar í íþróttahúsinu í Digranesi fyrir krakka, unglinga og fullorðna. Sjá nánar á vefsíðu HK og á facebook síðu bandýdeildarinnar.

Facebook  E-mail

Bandýdeild Bjarnarins

Bandýdeild Bjarnarins verður með skemmtilegt bandý fyrir krakka, unglinga og fullorðna í vetur. Tímarnir eru opnir öllum sem hafa áhuga. Það kostar ekkert að prófa og við lánum allan búnað. Nánar á facebook síðu deildarinnar

Facebook  

Bandýfélag Reykjavíkur

BR er hópur einstaklinga 20 til 40 ára sem hafa gaman af því að spila bandý. Æfingar eru í Smáranum í Kópavogi á þriðjudögum kl. 21-22. Meðalfjöldi á æfingar er um 10.

Stjórn 2013

Facebook  E-mail

Bandýdos

Bandýdos eru með vikulegar æfingar í Smáranum á þriðjudagskvöldum kl. 22-23. Einhverjir Svíar hafa líkt spilinu þeirra við "fyrirtækjabolta" þar sem að stundum er farið frjálslega með reglurnar hjá þeim.  Í hópnum eru 14 manns og niðurstöður í stigakeppni sem fer þeirra á milli má sjá (og fleira) á síðunni þeirra.

Nánari upplýsingar gefur Logi Helgu.

Stelpubandý á Akureyri

Hittast vikulega, á mánudagskvöldum kl. 20-21. Nánari upplýsingar veita Anna Guðlaug og Guðrún Soffía en þær er hægt að finna á Facebook síðu hópsins.

Facebook

Bandý á Ísafirði

Eru með æfingar á þriðjudögum kl. 20:30-22:00 í íþróttasalnum í Sundhöllinni á Ísafirði. Hópurinn samanstendur af heimamönnum og erlendum háskólanemum. Nánari upplýsingar gefur Nancy Bechtloff í gegnum tölvupóst eða síma 856-1777.

Facebook  E-mail